Íþróttir

Tap hjá Grindavík og Keflavík
Keflavíkurstúlkur þurfa að leika vel í síðustu umferðunum til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 6. febrúar 2020 kl. 11:00

Tap hjá Grindavík og Keflavík

Keflavík og Grindavík töpuðu bæði í 19. umferð Domino’s deildar kvenna í körfubolta í gær. Keflavík tapaði fyrir Skallagrímskonum á útivelli og Grindavík tapaði átjánda leik sínum á tímabilinu þegar þær lutu í lægra haldi fyrir KR.

Borgnesingar byrjuðu af miklum krafti og leiddu í hálfleik með 23 stiga mun og þá var ljóst að verkefnið var erfitt fyrir gestina. Keflavíkurkonur minnkuðu þó muninn í síðari hálfleik en náðu aldrei að ógna sigri heimakvenna og í lokin munaði tíu stigum 83:73. Keira Breeanne átti stórleik hjá Skallagrími og skoraði 32 stig.

Keflavík er í 4. sæti, tveimur frá 3. sætinu og aðeins tveimur meira en Skallagrímur. Ljóst er að liðið þarf að halda haus í síðustu fimm umferðunum til að vera meðal fjögurra efstu liðanna og komast þannig í úrslitakeppnina. Grindavík er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins einn sigur.

Skallagrímur-Keflavík 83-73 (27-15, 30-19, 13-22, 13-17)

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 32/8 fráköst/5 stoðsendingar, Maja Michalska 21/6 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 13/16 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 8/4 fráköst, Mathilde Colding-Poulsen 8/4 fráköst, Arnina Lena Runarsdottir 1, Heiður Karlsdóttir 0, Arna Hrönn Ámundadóttir 0, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Lisbeth Inga Kristófersdóttir 0, Karen Munda Jónsdóttir 0.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 17/10 fráköst/5 stoðsendingar, Katla Rún Garðarsdóttir 13, Þóranna Kika Hodge-Carr 13/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/8 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 6, Irena Sól Jónsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4, Elsa Albertsdóttir 2, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0.

Grindvíkingar stóðu í sterku liði KR og í hálfleik var jafnt, 27:27. Í þeim síðari voru KR-ingar sterkari þó munurinn væri aldrei mikill. Í lokin sigruðu Vesturbæjarkonur með tíu stiga mun, 67:57.

KR-Grindavík 67-57 (15-10, 12-17, 17-12, 23-18)

Grindavík: Jordan Airess Reynolds 14/12 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 12/6 fráköst, Tania Pierre-Marie 9/7 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 9/5 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Hrund Skúladóttir 8, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 5, Hulda Ósk Ólafsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.