Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Sveindís Jane framlengir samningi sínum við Wolfsburg
Sveindís Jane verður leikmaður Wolfsburg til 2025. Myndir af vef Wolfsburg
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 10. maí 2022 kl. 08:40

Sveindís Jane framlengir samningi sínum við Wolfsburg

Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og Þýskalandsmeistari, hefur framlengt samningi sínum við þýska úrvalsdeildarliðið Wolfsburg til ársins 2025. Sveindís hefur verið á mikilli uppsiglingu á undanförnum árum en hún gekk til liðs við Wolfsburg frá Keflavík í lok árs 2020 og var lánuð í eitt ár til Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni.

Hlutirnir hafa gerst hratt hjá Sveindísi sem lék sinn fyrsta leik með Wolfsburg í janúar á þessu ári. Sveindís virðist endalaust geta bætt sig og tekið framförum en hún er orðin lykilmaður í íslenska landsliðinu auk þess að hafa stimplað sig inní leikmannahóp Wolfsburg sem er eitt besta félagslið í heimi.

„Hjá Wolfsburg finnst mér ég hafa fundið fullkomið umhverfi til að þroskast áfram á komandi árum,“ segir Sveindís í viðtali við vefmiðil Wolfsburg. „Vinnan með þjálfaranum og þjálfarateyminu hefur verið mjög skemmtileg og utan vallar er allt gert til að láta mér líða vel hjá Wolfsburg. Ég sé framtíð mína fyrir mér hjá Wolfsburg, það eru mörg markmið sem við stefnum að á næstu árum. Í stuttu máli sagt, eftir að hafa orðið deildarmeistari, þá myndi ég vilja handleika þýska DFB bikarinn – og á næsta tímabili munum við láta til okkar taka á ný í Meistaradeild Evrópu.“

Public deli
Public deli

Ralf Kellermann, íþróttastjóri kvennaliðs Wolfsburg: „Ef maður veltir því fyrir sér að Sveindís hefur aldrei fyrr leikið í heimsklassa deild, það eru ótrúlegar framfarir sem hún hefur sýnt á undanförnum vikum og mánuðum. Það er magnað hvernig hún hefur sýnt sína hæfileika á hæsta stigi í Meistarakeppninni – og við skulum ekki gleyma að hún er aðeins tvítug og hefur tækifæri til að bæta sig enn frekar. Við erum mjög ánægð að Sveindís skuli hafa ákveðið að framlengja samningi sínum við félagið um annað tímabil.“

Sveindís og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fagna þýska deildarmeistaratitlinum í knattspyrnu um helgina.