Flugger
Flugger

Íþróttir

Suðurnesjaliðin eiga þrjá fulltrúa í liðum ársins í Subway-deildunum
Birna Valgerður Benónýsdóttir var valin í Subway-deilarlið kvenna. Úr safni Víkurfrétta/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 20. maí 2023 kl. 10:00

Suðurnesjaliðin eiga þrjá fulltrúa í liðum ársins í Subway-deildunum

Árleg verðlaunahátíð Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) fór fram í Laugardalshöll í gær. Þar sem leikmenn, þjálfarar og dómarar voru verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína á nýafstöðnu tímabili.

Keflavík á tvo fulltrúa í úrvalsliði Subway-deildar kvenna, þær Annu Ingunni Svansdóttur og Birnu Valgerði Benónýsdóttur, en Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson var valinn í úrvalslið karla.

Katrín Jakobsdóttir forsetafr
Katrín Jakobsdóttir forsetafr

Daniela Wallen var valin besti erlendi leikmaður Subway-deildar kvenna og Erna Hákonardóttir besti varnarmaðurinn.

Jóhannn Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var valinn þjálfari ársins í Subway-deild karla.


Allt valið má sjá hér að neðan:

Úrvalslið Subway-deildar karla:

Kári Jónsson (Valur)
Sigtryggur Arnar Björnsson (Tindastóll)
Ólafur Ólafsson (Grindavík)
Styrmir Snær Þrastarson (Þór Þ.)
Kristófer Acox (Valur)

Leikmaður ársins: Kári Jónsson (Valur)
Erlendur leikmaður ársins: Vincent Malik Shahid (Þór Þ.)
Varnarmaður ársins: Hjálmar Stefánsson (Valur)
Þjálfari ársins: Jóhann Þór Ólafsson (Grindavík)
Ungi leikmaður ársins: Tómas Valur Þrastarson (Þór Þ.)
Prúðasti leikmaðurinn: Callum Lawson (Valur)


Úrvalslið Subway-deildar kvenna:

Anna Ingunn Svansdóttir (Keflavík)
Tinna Guðrún Alexandersdóttir (Haukar)
Eva Margrét Kristjánsdóttir (Haukar)
Hildur Björg Kjartansdóttir (Valur)
Birna Valgerður Benónýsdóttir (Keflavík)

Leikmaður ársins: Eva Margrét Kristjánsdóttir (Haukar)
Erlendur leikmaður ársins: Daniela Wallen Morillo (Keflavík)
Varnarmaður ársins: Erna Hákonardóttir (Njarðvík)
Þjálfari ársins: Ólafur Jónas Sigurðsson (Valur)
Ungi leikmaður ársins: Tinna Guðrún Alexandersdóttir (Haukar)
Prúðasti leikmaðurinn: Dagbjört Dögg Karlsdóttir (Valur)


Dómari ársins: Davíð Tómas Tómasson