Íþróttir

Sterkur varnarleikur skóp verðskuldaðan sigur Reynismanna
Reynismenn fagna öðru marki sínu sem Alexander Helgason skoraði fimm mínútum fyrir leikslok. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 1. ágúst 2024 kl. 22:55

Sterkur varnarleikur skóp verðskuldaðan sigur Reynismanna

„Hrós á strákana í vörninni,“ sagði Ray Anthony eftir leik.

Reynir landaði þremur mikilvægum stigum í botnbaráttu annarrar deildar í kvöld með 3:1 sigri á KFA, einu af liðunum í toppbaráttunni.

Reynismenn komust yfir í upphafi leiks með marki Strahinja Pajic (2') og fengu færi til að bæta við í fyrri hálfleik.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Það var því eins og braut tuska í andlit þeirra þegar fyrrum leikmaður Reynis, Julio Cesar Fernandes, jafnaði leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks (45’+3).

Reynismenn létu það ekki á sig fá og skoruðu tvö mörk undir lok leiks til að tryggja sterkan sigur á heimavelli.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, íþróttafréttamaður Víkurfrétta, ræddi við Ray Anthony Jónsson, þjálfara Reynismanna, eftir leikinn og má sjá viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Nánari umfjöllun um leik Reynis og KFA ásamt myndasyrpu frá Bronsvellinum í Sandgerði birtist á vef Víkurfrétta í fyrramálið.