Flugger
Flugger

Íþróttir

Sporthúsið býður Grindvíkingum að æfa frítt
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 11. nóvember 2023 kl. 14:07

Sporthúsið býður Grindvíkingum að æfa frítt

Sporthúsið í Reykjanesbæ býður Grindvíkingum að nota aðstöðuna hjá sér, hvort sem þeir vilja einungis komast í sturtu eða skella sér á æfingu.

Í færslu á Facebook sendir Sporthúsið Grindvíkingum eftirfarandi kveðju:

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Kæru Grindvíkingar

Hugur okkar allra er hjá ykkur.

Sporthúsið vill leggja sitt af mörkum og bjóða ykkur öllum frían aðgang hjá okkur á meðan þetta óvissuástand varir.
Hvort sem þið viljið bara koma við og hoppa í sturtu eða skella ykkur á æfingu, þá eruð þið hjartanlega velkomin.
Þetta gildir um tækjasalina hjá okkur, opna hóptíma, auk CrossFit, BootCamp og SportHiit.
Þið mætið bara í afgreiðsluna og gefið upp kennitöluna ykkar.

Kær kveðja,
Þröstur, Ari og Eva“