Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Reynismenn höfðu betur í sex marka leik
Hefur engu gleymt. Sigurbergur Elísson tók skóna fram að nýju fyrr í þessum mánuði, hann kom inn á þegar fimm mínútur voru til leiksloka og setti eitt mark til að gulltryggja sigur Reynis. Mynd úr safni Víkurfrétta/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 20. maí 2023 kl. 09:27

Reynismenn höfðu betur í sex marka leik

Reynir tók á móti ÍH í 3. deild karla í knattspyrnu í fjörugum leik á Bronsvellinum í gær. Kristófer Páll Viðarsson kom Reynismönnum yfir á 24. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik, 1:0.

Í seinni hálfleik byrjaði mörkunum að rigna. ÍH jafnaði leikinn snemma í síðari hálfeik (53') en Óðinn Jóhannsson kom Reyni yfir á nýjan leik á 65. mínútu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Skömmu síðar jöfnuðu ÍH-ingar aftur (72') en Leonard Adam Zmarzlik skoraði þriðja mark Reynis skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma (84').

Í stöðunni 3:2 var Sigurbergi Elíssyni skipt inn á og hann gulltryggði sigur heimamann með marki í uppbótartíma (90'+2).

Reynismenn fóru upp í þriðja sæti deildarinnar með sex stig en umferðin klárast í dag.