Íþróttir

Ragnar Þór farinn frá Þrótti
Ragnar Þór Gunnarsson hér í baráttunni í fyrsta sigurleik Þróttar í næstefstu deild. Mynd úr safni Víkurfrétta
Mánudagur 25. júlí 2022 kl. 11:03

Ragnar Þór farinn frá Þrótti

Ragnar Þór Gunnarsson hefur skipt úr Þrótti í Sindra á Hornafirði. Ragnar hefur leikið með Þrótti síðan 2018. Ástæða félagsskiptanna mun vera að Ragnar og fjölskylda hans er að flytja búferlum en tengdafjölskylda hans er frá Höfn.

Á Facebook-síðu Þróttar er Ragnari þakkað fyrir sitt framlag til félagsins en Ragnar er einn af sterkari varnarmönnum liðsins svo um mikla blóðtöku er að ræða fyrir Þróttara sem leika nú í fyrsta sinn í næstefstu deild karla í knattspyrnu og berst fyrir veru sinni í deildinni.

Þróttur er sem stendur í neðsta sæti Lengjudeildar karla með fimm stig. KV er næstneðst með sjö stig og Þór Akureyri hefur fjórtán stig í þriðja nesta sæti svo munurinn er talsverður – en ekkert er ómögulegt í fótbolta og Þróttarar hafa verið að bæta sinn leik upp á síðkastið að undanskildum síðasta leik þegar Fjölnismenn „tóku þá í bakaríið“ 6:0.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024