Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggt hjá Njarðvík en Grindavík steinlá
Hulda María Agnarsdóttir átti flottan leik í gær eins og fleiri í Njarðvíkurliðinu. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 20. nóvember 2024 kl. 09:28

Öruggt hjá Njarðvík en Grindavík steinlá

Njarðvíkingar unnu verðskuldaðan sigur á Hamar/Þór í Bónusdeild kvenna í körfuknattleik þegar liðin áttust við í IceMar-höllinni í gær. Grindavík tapaði hins vegar öðrum leiknum í röð þegar topplið Hauka vann örugglega í Smáranum.

Njarðvík - Hamar/Þór 98:70

(29:19, 27:26, 23:10, 19:15)

Njarðvík réði leiknum frá upphafi og hafði tíu stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Gestirnir náðu aldrei að setja neina pressu á heimakonur sem voru samstíga í sínum leik og fjölmargar skiluðu góðu framlagi.

Njarðvík: Ena Viso 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Brittany Dinkins 18/5 fráköst/8 stoðsendingar, Bo Guttormsdóttir-Frost 16, Sara Björk Logadóttir 14, Hulda María Agnarsdóttir 13, Emilie Sofie Hesseldal 10/13 fráköst/11 stoðsendingar, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 3, Kristín Björk Guðjónsdóttir 3, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 2/5 fráköst, Veiga Dís Halldórsdóttir 0, Erna Ósk Snorradóttir 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík - Haukar 68:85

(15:15, 18:28, 17:23, 18:19)
Grindvíkingar léku án fyrirliða síns, Huldu Bjarkar Ólafsdóttur, í gær.

Grindavík var alltaf að elta og náði aldrei að komast yfir í leiknum.

Eftir fyrsta leikhluta var allt jafnt (15:15) en Haukar sigur örugglega fram úr í öðrum leikhluta og litu aldrei til baka eftir það.

Grindavík: Katarzyna Anna Trzeciak 21, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 13/5 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 9/6 fráköst, Sofie Tryggedsson Preetzmann 8/6 fráköst/7 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/15 fráköst, Þórey Tea Þorleifsdóttir 7, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 3, Sædís Gunnarsdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0.