Íþróttir

Ólöf Helga tekur við kvennaliði Grindavíkur
Mánudagur 11. maí 2020 kl. 21:38

Ólöf Helga tekur við kvennaliði Grindavíkur

Ólöf Helga Pálsdóttir hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna í körfuknattleik hjá Grindavík og mun stýra liðinu í 1. deild kvenna á næstu leiktíð. Hún gerir þriggja ára samning við félagið eða til vors 2023.

Ólöf Helga er Grindvíkingum að góðu kunn. Hún lék upp alla yngri flokka hjá félaginu og var lykilleikmaður í meistaraflokki félagsins um árabil. Hún hefur sl. tvö tímabil þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Haukum í Dominos-deildinni en var áður sigursæll þjálfari í yngri flokkum hjá Grindavík.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Ég er mjög þakklát tækifærinu í að hjálpa við uppbyggingu míns uppeldisfélags og get ekki beðið eftir að hitta stelpurnar og byrja. Ég hef þjálfað þær margar áður með góðum árangri og ég efast ekki um að getum haldið áfram góðu samstarfi. Grindavíkurhjartað er sterkt og það er frábært að vera orðin aftur hluti af þessari öflugu körfuboltafjölskyldu í Grindavík,“ segir Ólöf Helga sem

Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, er afar ánægður að endurheimta Ólöf Helgu aftur heim til Grindavíkur. „Ólöf er gríðarlega flottur þjálfari sem hefur safnað reynslu og er komin aftur heim. Við treystum henni fyrir þessu krefjandi verkefni og það verður mjög gaman að fylgjast með stelpunum á komandi tímabilum með Ólöfu í brúnni.”