Íþróttir

  • Nýliðinn vann reynsluboltann
  • Nýliðinn vann reynsluboltann
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 16. mars 2024 kl. 20:09

Nýliðinn vann reynsluboltann

Bæjarstjórnarmaðurinn úr Suðurnesjabæ, Anton Guðmundsson, kom öllu að óvörum og vann Magnús Þórisson á Réttinum, í tippleik Víkurfrétta í dag. Þeir voru jafnir með átta leiki rétta en Anton náði fjórum leikjum réttum í leikjum með einu merki á móti þremur leikjum Magga.

Þetta sýnir okkur að það skiptir nákvæmlega engu máli hversu vel fólk fylgist með boltanum, það geta allir unnið getraunum.

Það kemur í ljós á mánudaginn hverjum Anton mætir næst.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024