Flugger
Flugger

Íþróttir

Njarðvíkingarnir Krista og Jan hlutu Áslaugar- og Elfarsbikarinn
Krista Gló Magnúsdóttir og Jan Baginski með viðurkenningar sínar. Mynd/umfn.is
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 1. júní 2023 kl. 13:17

Njarðvíkingarnir Krista og Jan hlutu Áslaugar- og Elfarsbikarinn

Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fór fram í Ljónagryfjunni í gær. Krista Gló Magnúsdóttir hlaut þá Áslaugarbikarinn og Jan Baginski hlaut Elfarsbikarinn. Verðlaun voru veitt fyrir leikmenn ársins og mestu framfarir í 7. flokki og upp úr en iðkendur í minibolta voru leystir út með viðurkenningarskjölum fyrir eljusemi sína í vetur.

Áslaugar- og Elfarsbikarinn eru afhentir efnilegustu leikmönnum félagsins á yngri flokkaaldri og þeim sem eru fyrirmyndir fyrir yngri leikmenn utan sem innan vallar. Áslaugarbikarinn er nú afhentur í níunda sinn en hann er gefinn til minningar um Áslaugu Óladóttur af fjölskyldu hennar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Elfarsbikarinn hefur verið afhentur í 32 ár en Elfarsbikarinn er gefinn af fjölskyldu Elfars heitins Jónssonar.

Bæði Áslaug og Elfar voru virk í starfi körfunnar í Njarðvík og voru fulltrúar frá fjölskyldum þeirra sem afhenda bikarana í dag. Það má geta þess að þessir bikarar eru veittir leikmönnum sem hafa lokið grunnskóla.

Það voru Ásta Óladóttir Dorsett, systir Áslaugar, sem afhenti Kristu Áslaugarbikarinn og Jón Þór Elfarsson, sonur Elfars, sem afhenti bikarinn fyrir hönd fjölskyldu Elfars.

Krista Gló Magnúsdóttir.

Krista Gló er leikmaður meistaraflokks kvenna og 12. flokks. Hún hefur spilað í meistaraflokki síðustu þrjú ár og varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili með liðinu. Þrátt fyrir ungan aldur er hún komin með mikla reynslu í meistaraflokki. Hún átti flottar innkomur í vetur í Subway-deildinni og átti einnig frábæra leiki í 12. flokk. Hún hefur einnig verið leikmaður í yngri landsliðum Íslands síðustu ár. Krista Gló er mikil fyrirmynd utan vallar og innan, hún þjálfar einnig hjá félaginu og frábær fyrirmynd yngri leikmanna félagsins.

Jan Baginski

Elfarsbikarinn í ár hlaut Jan Baginski leikmaður ungmennaflokks og  meistaraflokks félagsins. Hann var  lykilmaður í ungmennaflokki í vetur og átti mikinn þátt í góðum sigrum hjá þeim á sterkum liðum. Jan lék einnig í Subway-deildinni með meistaraflokki karla og nýtti tækifæri sín vel sem hann fékk í vetur. Jan er duglegur og æfir vel aukalega bæði í lyftingar- og körfuboltasalnum. Hann er flott fyrirmynd fyrir unga leikmenn. Það verður spennandi að fylgjast með Jan í framtíðinni.

Myndasafn og nánari umfjöllun er að finna á

" target="_blank" rel="noopener">umfn.is