Max Norhern Light
Max Norhern Light

Íþróttir

Njarðvíkingar unnu Fjölnismenn
Chaz Williams skoraði 25 stig gegn Fjölni. VF-mynd/PállOrri.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 13. desember 2019 kl. 09:58

Njarðvíkingar unnu Fjölnismenn

Njarðvíkingar hafa verið á góðu skriði í Domino’s deildinni í körfubolta en þeir unnu Fjölni á útivelli í gærkvöldi 81:88 en þjálfari Grafarvogspilta er Keflvíkingurinn Falur Harðarson.

Leikurinn var jafn en Njarðvíkingar leiddu með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta. Fjölnismenn unnu næstu tvo leikhluta en Njarðvíkingar voru sterkari á lokakaflinum og tryggðu sér sigur. UMFN hefur flogið upp stigatöfluna er nú í 4.-6. sæti deildarinnar. Chaz Williams og Kristinn Pálsson skoruðu mest hjá þeim grænu.

Fjölnir-Njarðvík 81-88 (19-30, 19-15, 18-21, 25-22)

Njarðvík: Chaz Calvaron Williams 25/4 fráköst, Kristinn Pálsson 18/5 fráköst, Logi  Gunnarsson 13, Wayne Ernest Martin Jr. 9, Jón Arnór Sverrisson 8/5 fráköst/6 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 7, Mario Matasovic 6/9 fráköst, Kyle Steven Williams 2, Arnór Sveinsson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0/6 fráköst, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Guðjón Karl Halldórsson 0.