SSS
SSS

Íþróttir

Njarðvíkingar gerðu upp tímabilið
Hreggviður Hermannsson, Oumar Diouck og Sigurjón Már Markússon voru verðlaunaðir fyrir 50 leiki. Myndir/Facebook-síða knattspyrnudeildar Njarðvíkur
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 20. september 2023 kl. 11:44

Njarðvíkingar gerðu upp tímabilið

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFN var haldið á laugardagskvöldið þar sem góður matur var á borðum og mikið líf og mikið fjör enda áttu Njarðvíkingar öruggt sæti í Lengjudeildinni á komandi tímabili.

Leikmenn voru verðlaunaðir fyrir leikjafjölda: Hreggviður Hermannsson, Oumar Diouck og Sigurjón Már Markússon fyrir 50 leiki. Robert Blakala og Marc McAusland fyrir 100 leiki. Kenny Hogg fyrir 150 leiki og Arnar Helgi Magnússon fyrir 200 leiki.

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Arnar Helgi Magnússon hefur leikið 200 leiki fyrir Njarðvík.
Kenny Hogg með 150 leiki fyrir Njarðvík.
Marc McAusland og Robert Blakala hafa leikið 100 leiki með Njarðvík.
Markahæsti leikmaður sumarsins var Rafael Victor en hann skoraði þrettán mörk.
Leikmaður ársins: Gísli Martin Sigurðsson.
Efnilegasti leikmaður: Tómas Bjarki Jónsson.
Veitt var viðurkenning til Birnu Óskar fyrir ómetanlegt starf í kringum meistaraflokkinn.
 Veittur var fréttamannabikar Njarðvíkur og fékk Jóhann Páll frá Víkurfréttum hann.