Flugger
Flugger

Íþróttir

Njarðvík tókst ekki að komast í lokaúrslitin
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 14. maí 2024 kl. 22:40

Njarðvík tókst ekki að komast í lokaúrslitin

Njarðvíkingum tókst ekki að búa til Suðurnesjarimmu í Subway-deild karla en þeir töpuðu naumlega í oddaleiknum gegn Val á Hlíðarenda, 85-82 eftir að hafa leitt í leikhléi, 44-50.

Njarðvíkingar voru betri í fyrri hálfleik og í raun voru þeir betri í 35 mínútur af 40. Þeir voru 11 stigum yfir þegar Finnur, þjálfari Vals, tók leikhlé og 5 mínútur voru eftir af leiknum. Leikhléið skilaði heldur betur sínu, Valsmenn tóku 15-0 sprett og lönduðu að lokum sigri, 85-82.

Dwayne Lautier var eftir sem áður stigahæstur Njarðvíkinga, skoraði 26 stig, Milka skoraði 17 og tók 12 fráköst og Chaz Willliams skoraði 15 stig.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hjá Val var Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson svo sannarlega betri en enginn, hann átti stóran þátt í endurkomu Valsmanna í fjórða leikhluta og endaði með 22 stig eins og Taiwo Badmus.

Lokaúrslitarimma Vals og Grindavíkur hefst á föstudagskvöld kl. 19:15.