Keflavík komið á blað í Lengjudeild kvenna en Grindavík/Njarðvík tapaði
Önnur umferð Lengjudeildar kvenna var kláruð í gær og voru Suðurnesjaliðin að keppa. Keflavík náði í sitt fyrsta stig en Grindavík/Njarðvík tapaði sínum leik.
Keflavík - KR 2-2
Íris Grétarsdóttir og Olivia Madeline Simmons komu Keflavík í 2-0 en KR náði að minnka muninn á 77. mínútu og jöfnunarmarkið kom á fjórðu mínútu í uppbótartíma.
Fylkir - Grindavík/Njarðvík 3-2
Tinna Hrönn Einarsdóttir kom Grindavík/Njarðvík yfir en Fylkiskonur svöruðu með tveimur mörkum. Emma Nichols Phillips jafnaði en Fylkir skoraði svo sigurmarkið á 90. mínútu