Bygg
Bygg

Íþróttir

Deandre Kane semur við Grindavík til tveggja ára
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 9. maí 2025 kl. 11:22

Deandre Kane semur við Grindavík til tveggja ára

Körfuknattleiksdeild UMFG í Grindavík hefur gert tveggja ára samning við Deandre Kane en hann hefur leikið með liðinu undanfarin tvö ár.

Kane sem er orðinn 35 ára gamall hefur verið einn ef ekki sá besti leikmaðurinn í Bónusdeildinni. Í viðtali við Víkurfréttir á miðju síðasta tímabili sagði hann að Grindavík myndi verða Íslandsmeistari því hann væri í liðinu en honum hefur ekki enn orðið kápan úr því klæðinu og ætlar sér greinilega að standa við hin stóru orð áður en ferlinum lýkur.

Myndband þegar Deandre Kane setur blek á blaðið

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Frá undirritun samningsins: