Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Njarðvík og Grindavík sigruðu - Keflvíkingar töpuðu fyrir botnliðinu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 7. mars 2023 kl. 09:42

Njarðvík og Grindavík sigruðu - Keflvíkingar töpuðu fyrir botnliðinu

Njarðvíkingar deila efsta sæti Subway-deildar karla í körfubolta með Val þegar fjórar umferðir eru eftir. Þeir unnu Hauka en Keflvíkingar töpuðu fyrir botnliði KR í gærkvöldi. Grindavík vann Stjörnuna í fyrrakvöld. 

Njarðvíkingar unnu Hauka með átta stigum í sveiflukenndum leik. Haukar náðu forystu í fyrsta leikhluta, Njarðvík svaraði með áhlaupi í næstu veimur og þó svo Hafnfirðingarnir hafi unnið síðasta leikhlutann með átta stigum vantaði önnur átta upp á að jafna við Njarðvíkinga. Það er fagnaðarefni fyrir ljónin í Njarðvík að Haukur Helgi Pálsson er að nálgast sitt besta form en hann var stigahæstur með 20 stig og tók 8 fráköst.

Haukar-Njarðvík 89-97 (29-22, 18-27, 17-31, 25-17)

Public deli
Public deli

Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 20/8 fráköst, Mario Matasovic 19/4 fráköst, Nicolas Richotti 15, Dedrick Deon Basile 10/5 fráköst/13 stoðsendingar, Lisandro Rasio 9/8 fráköst, Jose Ignacio Martin Monzon 8/5 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 7, Oddur Rúnar Kristjánsson 6, Logi Gunnarsson 3, Ólafur Helgi Jónsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Jan Baginski 0.

Keflvíkingar hafa ekki átt góðu gengi eftir áramót og virðast ekki hafa náð sér eftir tap í undanúrslitum bikarkeppninnar. Þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð í deildinni og nú lágu þeir gegn botnliði KR. Hjalti þjálfari sagði í viðtali við karfan.is liðið hafa leikið „heimskt“ en bætti því við að auðvitað saknaði liðið Harðar Axel og Valur Orri væri búinn að vera veikur. Stuðningsmenn liðsins hafa áhyggjur af slöku gengi liðsins að undanförnu og liðið er nú í 3. sæti deildarinnar.

KR-Keflavík 94-87 (21-24, 25-23, 29-19, 19-21).

Keflavík: Igor Maric 18/5 fráköst, Eric Ayala 14/14 fráköst/5 stoðsendingar, Dominykas Milka 13, Ólafur Ingi Styrmisson 13, Jaka Brodnik 10, David Okeke 7/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 6, Magnús Pétursson 3, Valur Orri Valsson 3, Arnór Sveinsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Nikola Orelj 0.

Grindvíkingar lögðu Stjörnuna á heimavelli 99-88. Sigurinn var innsiglaður í öðrum og þriðja leikhluta og liðið er í 6.-8. sæti með 16 stig og alls ekki öruggt í úrslitakeppnina.

Grindavík -Stjarnan 99-88 (17-17, 26-22, 31-19, 25-30).

Grindavík : Damier Erik Pitts 26/5 fráköst/7 stoðsendingar, Gkay Gaios Skordilis 23/6 fráköst/3 varin skot, Bragi Guðmundsson 17/5 fráköst, Zoran Vrkic 13/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 11/6 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 7, Kristófer Breki Gylfason 2, Nökkvi Már Nökkvason 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Valdas Vasylius 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Arnór Tristan Helgason 0.