Flugger
Flugger

Íþróttir

Mögnuð endurkoma hjá Þrótturum – Reynismenn áfram í fallsæti
Jóhann Þór Arnarsson fagnar öðru af tveimur mörkum sínum í gær. Myndir/Helgi Þór Gunnarsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 4. júlí 2024 kl. 09:29

Mögnuð endurkoma hjá Þrótturum – Reynismenn áfram í fallsæti

Það var mikið skoraði í leikjum Suðurnesjaliðanna í annarri deild karla í knattspyrnu í gær. Þróttur Vogum lenti snemma þremur mörkum undir gegn Haukum þegar liðin áttust við á heimavelli Hauka en Þróttara gáfust ekki upp og skoruðu fimm mörk áður en blásið var til leiksloka. Reynismenn töpuðu hins vegar fyir KFG í mikilvægum leik í botnbaráttunni, með sigri hefði Reynir farið upp fyrir KFG og úr fallsæti.

Haukar - Þróttur 3:5

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Leikurinn gegn Haukum byrjaði ekki vel hjá Þrótti en heimamenn skoruðu þrívegis á tíu mínútna kafla snemma leiks (9', 11' og 19').

Þróttarar sneru vörn í sókn og rétt fyrir hálfleik minnkaði Jóhann Þór Arnarsson muninn (44').

Guðni Sigþórsson (61') og Hreinn Ingi Örnólfsson (67') jöfnuðu fyrir Þrótt og skömmu síðar kom Jóhann Þór Þrótturum í forystu með öðru marki sínu (70').

Ótrúlegar sviptingar og til að fullkomna endurkomuna skoraði Haukur Darri Pálsson fimmta mark Þróttar í uppbótartíma (90'+5).

Þróttur er í fimmta sæti eftir tíu umferðir og fjórum stigum frá Víkingi Ólafsvík sem er í öðru sæti.


KFG - Reynir 5:4

Kristófer Páll Viðarsson skoraði tvívegis í gær en það dugði ekki til og Reynismenn sitja enn í fallsæti.

Leikur KFG og Reynis var báðum liðum mjög mikilvægur en liðin eru í tíunda og ellefta sæti annarrar deildar. KFG var með sjö stig fyrir leikinn en Reynismenn fimm svo liðin hefðu sætaskipti með sigri Reynis.

Heimamenn fengu draumabyrjun og skoruðu strax á annarri mínútu en Kristófer Páll Viðarsson jafnaði skömmu síðar (9').

Reynismenn lentu undir á nýjan leik á 29. mínútu og tíu mínútum síðar tvöfaldaði KFG forystu sína (39').

Bergþór Ingi Smárason minnkaði muninn mínútu eftir þriðja mark KFG (40') og staðan 3:1 í hálfleik.

Um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik þegar KFG skoraði fjórða mark sitt (56') en Kristófer Páll minnkaði fljótlega muninn í eitt mark þegar hann skoraði úr víti (58').

Reynismenn lögðu ekki árar í bát og Sindri Þór Guðmundsson sá um að jafna leikinn (77') en tíu mínútum síðar skoraði KFG (87') og tryggði sér öll stigin.

Eftir leikinn eru Reynismenn fimm stigum á eftir KFG og sitja í næstneðsta sæti deildarinnar.