Íþróttir

Már Gunnars lauk þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra með Íslandsmeti
Már stingur sér til sunds. Mynd úr safni VF
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 1. september 2024 kl. 20:23

Már Gunnars lauk þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra með Íslandsmeti

Már Gunnarsson lauk leik á Ólympíumóti fatlaðra í París í dag þegar hann keppti til úrslita í baksundi í S11 flokki blindra og sjónskertra.

Már sýndi úr hverju hann er gerður og endaði í sjöunda sæti þegar hann kom í mark á nýju Íslandsmeti, 1:10.21 mínútum, og bætti eigið Íslandsmet um fimmtán hundruðustu úr sekúndu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þetta var annað Ólympíumót Más og í viðtali við ruv.is eftir keppnina í dag útilokaði hann ekki að reyna við næsta leika.