Íþróttir

Leikið í 1. deild kvenna um helgina
Vilborg Jónsdóttir var með tuttugu stig og sex fráköst í leiknum gegn Fjölni-b. Mynd af Facebook-síðu Njarðvíkur.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 28. september 2020 kl. 12:12

Leikið í 1. deild kvenna um helgina

Suðurnesjaliðin Njarðvík og Grindavík léku bæði á laugardaginn í 1. deild kvenna í körfubolta. Njarðvíkingar unnu sinn leik en Grindavík tapaði.

Njarðvíkingar léku heima gegn Fjölni-b og sigruðu 94:73. Ashley Grey og Vilborg Jónsdóttir voru stigahæstar heimamanna, Ashley með tuttugu stig og átta fráköst og Vilborg með tuttugu stig og sex fráköst. 

Njarðvík: Ashley Grey 20/8 fráköst, Vilborg Jónsdóttir 20/5 fráköst/8 stoðsendingar, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 11/5 stoðsendingar, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 11/4 fráköst, Krista Gló Magnúsdóttir 10/11 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 7/13 fráköst, Andrea Rán Davíðsdóttir 6, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 5, Þuríður Birna Björnsdóttir 4, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0/4 fráköst, Eva María Lúðvíksdóttir 0.


Grindvíkingar biðu lægri hlut fyrir ÍR-ingum á útivelli og lokatölur þess leiks urðu 80:49 fyrir ÍR. Hulda Björk Ólafsdóttir og Hekla Eik Nökkvadóttir stóðu upp úr í liði Grindavíkur, Hulda með sautján stig og fjögur fráköst en Hekla Eik með sextán stig og sex fráköst.

Grindavík: Hulda Björk Ólafsdóttir 17/4 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 16/6 fráköst, Vikoría Rós Horne 5, Sædís Gunnarsdóttir 3, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 3, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 3/8 fráköst, Agnes Fjóla Georgsdóttir 1, Arna Sif Elíasdóttir 1/5 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Edda Geirdal 0, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 0, Emma Liv Þórisdóttir 0.