Íþróttir

Leik Víðis og Kára frestað
Víðismönnum hefur gengið bölvanlega í sumar og eru nærri fallsæti. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 19. september 2020 kl. 09:43

Leik Víðis og Kára frestað

Víðir og Kári frá Akranesi áttu að mætast í dag á Nesfiskvellinum í Garði í 2. deild karla. Leiknum hefur verið frestað þar sem nokkrir leikmenn Kára eru í sóttkví eftir að upp kom kórónuveirusmit í líkamsræktarstöðinni í íþróttahúsinu á Akranesi, Fótbolti.net greinir frá þessu.

Víðismenn eru í harðri baráttu að halda sér í deildinni, sitja í tíunda sæti á meðan Kári er í því áttunda. Aðeins munar þremur stigum á Víði og Reyni/Dalvík, sem er í fallsæti, en Reynir/Dalvík er með talsvert betra markahlutfall en Víðismenn.