Framsóknarflokkurinn
Framsóknarflokkurinn

Íþróttir

Leik Víðis og Dalvíkur/Reynis frestað til sunnudags
Úr leik Víðis og Hattar/Hugins fyrr í sumar. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 24. júlí 2021 kl. 09:18

Leik Víðis og Dalvíkur/Reynis frestað til sunnudags

Leik Viðis og Dalvíkur/Reynis í þriðju deild karla í knattspyrnu, sem fara átti fram í dag, hefur verið frestað til morguns þar sem einn leikmanna Víðis hefur greinst með Covid-19.

Á Facebook-síðu Víðis kemur fram að allir sem tengist liðinu og leikmanninum sjálfum séu komnir í úrvinnslusóttkví og því verður leikurinn leikinn á sunnudag klukkan 16:00.

Viðreisn
Viðreisn