Max 1
Max 1

Íþróttir

Keppir á heimsmeistaramóti 40 ára og eldri í Ástralíu
Börkur bendir á nafn sitt á keppendalistanum.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 12. september 2024 kl. 14:55

Keppir á heimsmeistaramóti 40 ára og eldri í Ástralíu

Börkur Þórðarson hefur keppni í maraþoni klukkan átta á laugardagskvöld að íslenskum tíma

Hlaupagikkurinn Börkur Þórðarson vann sér inn keppnisrétt á heimsmeistaramótið í maraþon 40 ára og eldri í með góðum árangri í maraþonkeppni í Frankfurt fyrir tæpu ári síðan. Síðan þá hefur Börkur unnið markvisst að undirbúningi fyrir keppnina og nú um helgina er komið að stóru stundinni.

Guðný, unnusta Barkar, er honum til halds og trausts í Ástralíu.

Börkur og unnusta hans, Guðný Petrína Þórðardóttir, eru komin til Ástralíu og Víkurfréttir náðu sambandi við Guðnýju og spurðu hvernig gengi.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

„Hann er mjög vel stemmdur og spenntur. Ferðalagið gekk eins og í sögu,“ segir Guðný. „Það hefur gengið vel að taka síðustu æfingarnar fram að hlaupi og aðlagast aðstæðum, bæði veðuraðstæðum og tíu klukkustunda tímamismuni.“

Þau segjast hafa notað síðustu daga til að skoða brautina sem verður hlaupin en hún hefur að geyma nokkrar brekkur og heildarhækkunin er 317 metrar.

„Börkur er að hlaupa á sunnudaginn klukkan sex að áströlskum tíma, sem er klukkan átta á laugardagskvöldi að íslenskum tíma. Veðurspáin fyrir sunnudaginn er týpískt Suðurnesjaveður þannig Börkur verður þar á heimavelli,“ sagði Guðný að lokum.


Víkurfréttir ræddu við Börk og Guðnýju í febrúar á þessu ári. Tengill á viðtalið er hér að neðan.