Keflvíkingum spáð titlinum í kvennaboltanum
Búist við spennandi keppni hjá körlunum
Nú var að ljúka blaðamannafundi KKÍ og Domino's fyrir upphaf vetrarins í körfuboltanum. Á fundinum var meðal annars kynnt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanns liðanna í deildinni. Keflvíkingum er spá efsta sæti í Dominos´s deild kvenna en þar er nýliðum Grindvíkinga spáð botnbaráttu.
Hjá körlunum eru öll Suðurnesjaliðin inn í úrslitakeppni samkvæmt spánni en deildin verður líklega mjög jöfn í ár.
Viðtöl við fulltrúa Suðurnesjaliðanna birtast hér á vf.is innan skammst.
Spáin fyrir 2012-2013: Konur
| 1. | Keflavík | Stig: | 175 |
| 2. | Snæfell | Stig: | 161 |
| 3. | Valur | Stig: | 138 |
| 4. | KR | Stig: | 119 |
| 5. | Haukar | Stig: | 79 |
| 6. | Njarðvík | Stig: | 79 |
| 7. | Grindavík | Stig: | 74 |
| 8. | Fjölnir | Stig: | 37 |
Spáin fyrir 2012-2013: Karlar
| 1. | KR | Stig: | 394 |
| 2. | Stjarnan | Stig: | 369 |
| 3. | Grindavík | Stig: | 368 |
| 4. | Þór Þ. | Stig: | 311 |
| 5. | Snæfell | Stig: | 295 |
| 6. | Keflavík | Stig: | 284 |
| 7. | ÍR | Stig: | 180 |
| 8. | Njarðvík | Stig: | 177 |
| 9. | Tindastóll | Stig: | 141 |
| 10. | Fjölnir | Stig: | 120 |
| 11. | KFÍ | Stig: | 86 |
| 12. | Skallagrímur | Stig: | 83 |

Magnús Gunnarsson (Keflavík), Þorleifur Ólafsson (Grindavík), Kristján Rúnar Sigurðsson (Njarðvík).







