Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Árnason

Íþróttir

Keflvíkingum afhentir tveir deildarmeistarabikarar í kvöld
Loksins! Keflvíkingar fengu loks að lyfta bikar fyrir sigur í Lengjudeildinni á síðasta ári. VF-mynd: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 30. apríl 2021 kl. 23:43

Keflvíkingum afhentir tveir deildarmeistarabikarar í kvöld

„Betra seint en aldrei,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson sem afhenti Keflvíkingum Íslandsmeistarabikar Lengjudeildarinnar 2020 fyrir hönd KSÍ í kvöld.

Eins og flestir muna unnu Keflvíkingar Lengjudeild karla í knattspyrnu á síðasta tímabili – það var þó ekki fyrr en nú í kvöld að Keflvíkingum var afhentur bikar og verðlaunapeningar því til staðfestingar.

Þótt það blési köldu að norðan létu Keflvíkingar það ekki á sig fá og notuðu tilefnið til að vígja nýbyggðan pall við stúkuna á Nettóvellinum. Þar tóku þeir á móti bikarnum og sagði Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, við það tilefni að héðan í frá myndi pallurinn nefnast Bikarpallurinn enda væri komin hefð fyrir því að taka á móti verðlaunum þar.

Sólning
Sólning

Það var eiginlega ekki seinna vænna að afhenda Keflvíkingur bikarinn því þeir leika sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deild karla á sunnudag þegar þeir mæta Víkingum á útivelli.

Mikil tilhlökkun er hjá bæði leikmönnum og stuðningsmönnum Keflavíkur fyrir að hefja leik í efstu deild á ný. Þótt leikmenn og þjálfarar reyni að stilla væntingum í hóf þá er beðið með eftirvæntingu eftir að sjá hvernig Kefvíkingum vegnar í deildinni. Keflavík þótti leika skemmtilegan fótbolta á síðasta tímabili og hafa staðið sig vel á undirbúningstímabilinu, Keflavík var sem dæmi komið í undanúrslit Lengjubikarsins þegar leik var hætt í vor.

Keflavík tryggði sér einnig deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld og því fóru tveir bikarar á lofti í Keflavík í kvöld.

Lengjudeildarmeistarar 2020