Rúmfatalagerinn 17.maí
Rúmfatalagerinn 17.maí

Íþróttir

Keflvíkingar deildarmeistarar í körfu
Keflvíkingar fögnuðu deildarmeistaratitlinum innilega. VF-myndir/PállOrri.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 30. apríl 2021 kl. 22:33

Keflvíkingar deildarmeistarar í körfu

Keflvíkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Domio’s deildinni í körfubolta þegar þeir unnu KR 95-87 í Blue höllinni í kvöld.

Deane Williams stal senunni í lok leiksins og tryggði heimamönnum sigur með tveimur þristum og 9 stigum í blálokin eftir að hafa verið í basli í leiknum. Keflvíkingar fengu líka flott framlag frá Þresti Jóhannssyni og Arnóri Sveinssyni af „bekknum“ í lok fyrri hálfleiks sem skipti miklu máli þegar KR-ingar höfðu verið betri aðilinn í leiknum. 

Sólning
Sólning

Gestirnir léku sinn besta leik í vetur en það dugði ekki gegn Keflavík. Staðan í hálfleik var 47-51 en heimamenn sýndu styrk sinn í lokin og unnu leikinn og settu punktinn yfir i-ið fyrir komandi úrslitakeppni. Keflvíkingar hafa ekki tapað leik á heimavelli í vetur og með deildarmeistaratitlinum tryggja þeir sé heimavallaréttinn í úrslitakeppninni.

Calvin Burks var stigahæstur Keflvíkinga með 25 stig og átti mjög góðan leik, Dominykas  Milka var með 24 og Deane Wiliams með 21. Arnórs Sveinsson skoraði 8 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 7 stig en skilaði 17 stoðsendingum.

Keflavík-KR 95-87 (23-30, 24-21, 22-20, 26-16)
Keflavík: Calvin Burks Jr. 25/7 fráköst, Dominykas Milka 24/9 fráköst, Deane Williams 21/12 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Arnór Sveinsson 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 7/6 fráköst/17 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Reggie Dupree 3, Ágúst Orrason 3, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Valur Orri Valsson 0/5 stoðsendingar, Magnús Pétursson 0.
KR: Brandon Joseph Nazione 26, Jakob Örn Sigurðarson 21/7 fráköst, Tyler Sabin 16, Matthías Orri Sigurðarson 8/7 fráköst/6 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 7, Brynjar Þór Björnsson 6, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 3/5 fráköst, Helgi Már Magnússon 0, Veigar Áki Hlynsson 0, Zarko Jukic 0, Almar Orri Atlason 0.