Íþróttir

Keflvíkingar taka á móti Grindavík í kvöld
Fimmtudagur 8. ágúst 2024 kl. 12:27

Keflvíkingar taka á móti Grindavík í kvöld

Nágrannaslagur verður í Keflavík í kvöld þegar heimamenn taka á móti Grindavík á HS Orku vellinum kl. 19:15 í Lengjudeild karla í knattspyrnu.

Eftir fimmtán umferðir eru Keflvíkingar í 4. sæti deildarinnar með 24 stig. Þeir hafa unnið fjóra af fimm síðustu leikjum og gert eitt jafntefli. Grindvíkingar eru hins vegar í 9. sæti með 17 stigh. Liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum og gert eitt jafntefli.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Liðin áttust síðast við þann 31. maí á Stakkavíkur-vellinum í Safamýri. Úrslitin voru 2:2 jafntefli.