Krónan
Krónan

Íþróttir

Keflvíkingar taka á móti Grindavík í kvöld
Fimmtudagur 8. ágúst 2024 kl. 12:27

Keflvíkingar taka á móti Grindavík í kvöld

Nágrannaslagur verður í Keflavík í kvöld þegar heimamenn taka á móti Grindavík á HS Orku vellinum kl. 19:15 í Lengjudeild karla í knattspyrnu.

Eftir fimmtán umferðir eru Keflvíkingar í 4. sæti deildarinnar með 24 stig. Þeir hafa unnið fjóra af fimm síðustu leikjum og gert eitt jafntefli. Grindvíkingar eru hins vegar í 9. sæti með 17 stigh. Liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum og gert eitt jafntefli.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Liðin áttust síðast við þann 31. maí á Stakkavíkur-vellinum í Safamýri. Úrslitin voru 2:2 jafntefli.