Keflvíkingar hafa boðið Grindvíkingum æfingaaðstöðu fyrir yngri flokka
Erlendir leikmenn Grindavíkur á hótel í Reykjanesbæ
Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sendi frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast hafa komið erlendum leikmönnum sínum fyrir á hóteli í Reykjanesbæ meðan óvissuástandi ríkir. Þá hefur Keflavík boðið þeim að nota aðstöðu sína undir æfingar yngri flokka og Breiðablik boðið meistaraflokkum að æfa í sínu húsi.
Hér má sjá færslu stjórnar körfuknattleiksdeilar Grindavíkur sem fór í loftið á Facebook fyrir skömmu:
„Á meðan óvissustigið er í gangi þá verðum við að bíða og sjá hvað verður.
Við höfum komið okkar erlendu leikmönnum à hótel í Keflavík og erum í sambandi við kkí
Keflvíkingar hafa boðið iðkendum okkar að nýta þeirra húsnæði undir æfingar yngri flokka og Breiðablik boðið okkur sitt hús fyrir mfl
Kv Stjórnin“