Rétturinn atvinna
Rétturinn atvinna

Íþróttir

  • Keflavík vann Pétursmótið
  • Keflavík vann Pétursmótið
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 12. september 2023 kl. 18:31

Keflavík vann Pétursmótið

Yfir 900 þúsund krónur söfnuðust til góðgerðarmála

Keflvíkingar eru Pétursmótsmeistarar 2023 eftir 107:85 sigur á Njarðvíkingum í úrslitaleik sem var leikinn á föstudagskvöld. Grindavík hafnaði í þriðja sæti eftir sigur á Þrótti, 93:84, en þessi fjögur Suðurnesjalið og sjálfboðaliðar sáu um dómgæslu.

Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði við afhendingu verðlauna að leikslokum að yfir 900 þúsund krónur hefðu safnast til góðgerðarmála í mótinu sem fjölskylda Péturs heitins Péturssonar mun ákveða til hvaða góðu mála styrkurinn mun renna.

Systkinin Magnús og Tara Lynd Pétursbörn afhentu verðlaunin en Magnús leikur einmitt með sigurliði Keflavíkur.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók meðfylgjandi myndir á úrslitaleiknum. Myndasafn er neðst á síðunni.

Keflavík - Njarðvík (107:85) | Úrslitaleikur Pétursmótsins 8. september 2023