Keflavík tapaði fyrir sigurlausu botnliði Hamars/Þórs - Grindavík vann Ármann
Grindavík vann stórsigur út útivelli en Keflavík tapaði í spennuleik gegn botnliði Hamars/Þórs í jafnri Bónus deild kvenna í körfubolta í gær. Grindavík er með jafn mörg stig og UMFN í efsta sæti en það síðarnefnda getur tyllt sér eitt á toppinn með sigri í þessari umferð.
Grindavík var með forystu gegn Ármanni allan tímann en leikið var á heimavelli þess síðarnefnda. Ármenningar réttu pínulítið úr kútnum í lokaleikhlutanum en lokatölur urðu 70-106 fyrir Grindavík
Ellen Nystrom átti stórleik hjá UMFG og skoraði heil 42 stig og tók 7 fráköst. Abby C. Beeman var með 25 stig og 9 fráköst og 12 stoðsendingar, þvílík frammistaða hjá þeim báðum.
Ármann-Grindavík 70-106 (21-28, 15-32, 14-29, 20-17)
Ármann: Ragnheiður Björk Einarsdóttir 15/4 fráköst, Khiana Nickita Johnson 12, Jónína Þórdís Karlsdóttir 11/6 fráköst/6 stoðsendingar, Dzana Crnac 11, Nabaweeyah Ayomide McGill 9/6 fráköst, Cirkeline Sofie Mehrenst Rimdal 4, Þóra Birna Ingvarsdóttir 2, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 2, Brynja Benediktsdóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2, Auður Hreinsdóttir 0, Ísabella Lena Borgarsdóttir 0.
Grindavík: Ellen Nystrom 42/7 fráköst, Abby Claire Beeman 25/9 fráköst/12 stoðsendingar, Farhiya Abdi 16/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 9, Ólöf María Bergvinsdóttir 6, Þórey Tea Þorleifsdóttir 5/4 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 3, María Sóldís Eiríksdóttir 0.
Keflvíkingar töpuðu gegn botnliði og sigurlausu liði Hamars/Þórs með fjögurra stiga mun 75-71.
Heimakonur, drifnar áfram af Jadakiss Nashi Guinn sem skoraði 24 stig og tók 9 fráköst náðu sex stiga forskoti í fyrsta leikhluta en eftir það var leikurinn hnífjafn. Þær keflvísku náðu ekki að tryggja sér sigur en þær eru með 14 stig og eru í 5. sæti deildarinnar.
Anna Ingunn Svansdóttir skoraði mest hjá Keflavík, 17 stig og tók 5 fráköst en það hljóta að teljast veruleg vonbrigði að ná ekki sigri á móti sigurlausu botnliði í tómu íþróttahúsi en 20 áhorfendur greiddu sig inn á leikinn.
Hamar/Þór-Keflavík 75-71 (17-11, 20-22, 23-23, 15-15)
Hamar/Þór: Jadakiss Nashi Guinn 24/9 fráköst, Mariana Duran 14/15 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 14, Ellen Iversen 11/12 fráköst, Jovana Markovic 8/7 fráköst, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 2, Bergdís Anna Magnúsdóttir 2, Dagrún Inga Jónsdóttir 0, Jara Björg Gilbertsdóttir 0, Andrea Ösp Gunnsteinsdóttir 0, Emilía Ýr Gunnsteinsdóttir 0, Guðrún Anna Magnúsdóttir 0.
Keflavík: Anna Ingunn Svansdóttir 17/5 fráköst, Keishana Washington 15/5 fráköst/7 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 10, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/7 fráköst, Agnes María Svansdóttir 7, Anna Lára Vignisdóttir 6, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Sofie Tryggedsson Preetzmann 3/7 fráköst, Oddný Hulda Einarsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.




