Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík á beinu brautinni en Njarðvík greip í tómt í Vesturbænum
Igor Maric var næststigahæstur Keflvíkinga í sigri á ÍR í Bónusdeild karla. Myndir úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 9. nóvember 2024 kl. 11:15

Keflavík á beinu brautinni en Njarðvík greip í tómt í Vesturbænum

Keflvíkingar virðast vera komnir á beinu brautina en þeir unnu ÍR örugglega í Bónusdeild karla í körfuknattleik í gær. Njarðvíkingar hikstuðu hins vegar þegar þeir töpuðu fyrir KR í Vesturbænum.

ÍR - Keflavík 79:91

(22:32, 21:27, 19:21, 17:11)

Keflvíkingar fylgdu eftir góðum sigri á KR með öruggum sigri á ÍR í gær. Keflvíkingar losuðu sig við Wendell Green í vikunni og það var ekki að sjá að þeir söknuðu hans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Fyrirliðinn Halldór Garðar Hermannsson steig upp og leiddi liðið til sigurs en hann setti niður tuttugu stig í leiknum. Þá voru Igor Maric, Jaka Brodnik og Marek Dolezaj allir í tveggja stafa tölu.

Keflavík: Halldór Garðar Hermannsson 20, Igor Maric 14/5 fráköst, Marek Dolezaj 13/9 fráköst, Jaka Brodnik 13/6 fráköst, Sigurður Pétursson 9/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 8/6 fráköst, Ismael Herrero Gonzalez 7, Jarell Reischel 7/4 fráköst, Finnbogi Páll Benónýsson 0, Nikola Orelj 0, Jökull Eyfjörð Ingvarsson 0, Jakob Máni Magnússon 0.

KR - Njarðvík 86:80

(27:23, 18:25, 20:17, 21:15)
Domynikas Milka hefur farið ágætlega af stað á tímabilinu með Njarðvík, er með 17,3 stig að meðaltali í leik, 12,8 fráköst og 23,7 framlagspunkta.

Njarðvíkingar leiddu með þremur stigum í hálfleik (45:48) en heimamenn reyndust sterkari í þeim seinni.

Staðan var jöfn fyrir fjórða leikhluta (65:65) en KR-ingar náðu ellefu stiga forystu í fjórða leikhluta (81:70) og sigldu sigrinum vandræðalaust í land.

Njarðvík: Dwayne Lautier-Ogunleye 19/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dominykas Milka 18/13 fráköst/5 stoðsendingar, Isaiah Coddon 14, Mario Matasovic 12/10 fráköst, Khalil Shabazz 9/7 stoðsendingar, Veigar Páll Alexandersson 5/4 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 3/4 fráköst, Alexander Smári Hauksson 0, Sigurbergur Ísaksson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Guðmundur Aron Jóhannesson 0, Mikael Máni Möller 0.