Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Heimamenn þjálfa Víði
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 3. desember 2020 kl. 09:45

Heimamenn þjálfa Víði

Víðismenn hafa ráðið nýja þjálfara fyrir knattspyrnulið sitt sem leikur í 3. Deild á næsta ári. Tveir gallharðir Víðismenn taka við liðinu.

Sigurður Elíasson, gallharður Víðismaður og Garðmaður er 32 ára og á að baki 88 leiki með Víði. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari Þróttar í Vogum en þjálfaði á árinu lið GG.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Arnar Smárason, einnig fyrrverandi leikmaður Víðis með 65 leiki en hann hefur síðustu ár starfað sem yngri flokka þjálfari hjá Reyni/Víði og jafnfram yfirþjálfari yngri flokka.

Þeir félagar munu þjálfa liðið saman en það leikur í 3. deild á næsta ári.

Þeir Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árni Antóníusson þjálfuðu Víði á nýliðnu keppnistímabili.