Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar föstudaginn 29. júlí 2022 kl. 10:39
Heiðrún Fjóla heimsmeistari í backhold
Njarðvíkingurinn Heiðrún Fjóla Pálsdóttir keppti í gær um heimsmeistaratitilinn í opnum flokki kvenna í backhold. Heiðrún gerði sér lítið fyrir og vann flokkinn og er því heimsmeistari kvenna 2022.
Heiðrún fær heimsmeistarabikarinn afhentan.Í dag glímir Guðmundur Stefán Gunnarsson og gerir tilraun til að verja heimsmeistaratitilinn en hann er ríkjandi heimsmeistari í backhold.