Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambandsins voru haldnar í Grindavík
Fjallahjólahópurinn með gosið í baksýn. Myndir frá hjólreiðadeild UMFG
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 20. maí 2021 kl. 13:32

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambandsins voru haldnar í Grindavík

Hjólreiðamót í Grindavík á laugardag

Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) hélt hæfileikabúðir í Grindavík um síðustu helgi. Þetta voru þriggja daga æfingabúðir sem voru haldnar fyrir bæði götuhjóla- og fjallahjólahóp og samhliða æfingum voru haldnir fyrirlestrar.

Á dagskránni fyrsta daginn voru tækniæfingar hjá götuhjólahópi á meðan fjallahjólahópurinn fór upp að gosstöðvum og endað á léttum veitingum. Dagskránni var svo lokað með fyrirlestri með Ingvari Ómarssyni. Daginn eftir voru æfingar haldnar og síðan hélt Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, Íslandsmethafi og þrefaldur Ólympíufari í spjótkasti, fyrirlestur þar sem hún fjallaði m.a. um hvíld og endurhæfingu. Á lokadegi var lengsta og mest krefjandi æfingin haldin hjá götuhjólahópnum á meðan fjallahjólin fóru fram af Þorbirni og í gegnum Selskóg.

Þetta þóttu virkilega vel heppnaðar æfingabúðir hjá Hjólreiðasambandinu sem fjölmargt efnilegt hjólreiðafólk tók þátt í. Eins og meðfylgjandi myndir sýna hefur þátttakendum ekki leiðst að vera með.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Keppni í hjólreiðum um næstu helgi – hjólað frá Grindavík

Á laugardaginn kemur verður haldið hjólreiðamót sem byrjar og endar í Grindavík. Búist er við miklum fjölda keppenda í mótið sem er haldið árlega en vanaleg hjólaleið um Suðurstrandaveg verður ekki hjóluð að þessu sinni vegna gossins. Þess í stað verður farið fyrir Reykjanes, inn í Sandgerði, Keflavík, Garð, Sandgerði og til baka. Þetta mun hafa einhver áhrif á umferð um tíma eins og sjá má í eftirfarandi upplýsingum frá Vegagerðinni:

Hjólreiðakeppni – Reykjaneshringur

Hjólreiðakeppnin mun fara fram laugardaginn 22.5.2021, kl. 9:00 til 14:00.

Heimiluð verður einstefna á hringnum Sandgerði > Keflavík > Garður > Sandgerði á meðan fremstu menn hjóla þar eða frá kl. 10:00 til 12:15. Ekki verða frekari lokanir en keppendur munu hafa forgang við gatnamót. Ekki er gert ráð fyrir lokunum á vegum, en mótshaldari setur upp vel áberandi merkingar um að umræddur viðburður eigi sér stað á vegsvæðinu.

Ef ekki þarf að taka niður umferðarhraða og engar lokanir eru á veginum þá er ekki gerð krafa um merkingar. En ef, þá skulu allar merkingar og hjáleiðir verða samkvæmt lögum og reglum um vinnusvæðamerkingar. Þegar stöðva þarf umferð sem er hámark 10 mínútur í senn, þrengja að umferð eða taka niður hraða tímabundið skal fara eftir „Reglum um um vinnusvæðamerkingar“ sem er að finna á slóð http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/leidbeiningar-og-stadlar/vinnusvaedamerkingar/

Þau skilyrði eru sett að þeir sem vinna við hjólakeppnina skulu gæta fyllsta öryggis vegfarenda og vera í vel sýnilegum öryggisfatnaði „gulum vestum og hjálmum“. Tryggja þarf að ekki komi upp óþarfa tafir og lágmarka þar með óþægindi vegfarenda og á sama tíma verður að gæta fyllsta öryggis allra í hvívetna.

Hæfileikabúðir HRÍ í Grindavík í maí 2021