Reykjanes Optikk
Reykjanes Optikk

Fréttir

Íbúum Reykjanesbæjar fækkar á milli mánaða
Föstudagur 9. janúar 2026 kl. 11:08

Íbúum Reykjanesbæjar fækkar á milli mánaða

Íbúar Reykjanesbæjar voru 24.582 þann fyrsta janúar 2026. Þeim fækkaði um 53 á einum mánuði eða frá 1. desember þegar þeir voru 24.635. Það gerir 0,2% fækkun íbúa. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Þjóðskrár.

Á sama tímabili fækkaði íbúum Grindavíkur um 19 manns eða 2,1%. Grindvíkingar eru í dag 873 talsins. Grindvíkingar voru flestir 3.720 þann 1. desember 2023 og hefur því fækkað um 2.847 frá því náttúruhamfarir röskuðu högum bæjarbúa.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Í Sveitarfélaginu Vogum fjölgaði íbúum um 11 á milli mánaða eða 0,6%. Íbúar í Vogum eru í dag 1.967 talsins.

Þá fjölgaði í Suðurnesjabæ um 19 manns eða 0,4%. Íbúar Suðurnesjabæjar eru 4.402 um áramót.