Bygg
Bygg

Íþróttir

Guðjón Guðmundsson er tippmeistari Víkurfrétta ´24-´25!
Guðjón á vinstri hönd, kampakátur eftir að hafa unnið félaga sinn, Björn Vilhelmsson, sem er þarna með honum á myndinni.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 10. maí 2025 kl. 20:16

Guðjón Guðmundsson er tippmeistari Víkurfrétta ´24-´25!

Úrslitin réðust ekki fyrr en í þriðja valmöguleika!

Rétt í þessu lauk útreikningi til að fá á hreint hver sigurvegari tippleiks Víkurfrétta er tímabilið ´24-´25. Guðjón Guðmundsson átti einn leik á Björn Vilhelmsson en sá síðarnefndi hafði betur í dag með einum leik og þar með enduðu þeir jafnir, 34-34. Í þriðja möguleika hafði Guðjón betur og er því TIPPMEISTARI VÍKURFRÉTTA!

Skv. reglugerðarbókinni þurfti að sjá hversu marga rétta Garðmennirnir voru með á leikjum með einu merki, þeir voru með jafn marga. Næst voru það leikir með tveimur merkjum, aftur jafnir! Það var ekki fyrr en í þriðja möguleikanum, hver er með fleiri rétta á fyrstu sex leikjum seðilsins, sem úrslit náðust. Guðjón nældi í 18 leiki þannig á móti 15 leikjum Björns.

Guðjón Guðmundsson er því tippmeistari Víkurfrétta ´24-´25 tímabilið.

Bílakjarninn
Bílakjarninn