Optical Burkni
Optical Burkni

Íþróttir

GS sigraði Íslandsmót golfklúbba í 2. deild kvenna
Mánudagur 25. júlí 2022 kl. 13:17

GS sigraði Íslandsmót golfklúbba í 2. deild kvenna

Lið Golfklúbbs Suðurnesja sigraði Íslandsmót golfklúbba 2022 í 2. deild kvenna. Mótið fór fram dagana 22.-24. júlí og var leikið á Svarfhólsvelli hjá Golfklúbbi Selfoss. Í liði Golfklúbbs Suðurnesja voru þær Andrea Ásgrímsdóttir, Auður Ásgrímsdóttir, Laufey Jóna Jónsdóttir, Fjóla Margrét Viðarsdóttir og Sigurrós Guðrúnardóttir. 

Alls tóku níu klúbbar þátt og var leikinn höggleikur á fyrstu tveimur keppnisdögunum og eftir það tók við riðlakeppni þar sem leikin var holukeppni. Þar af einn fjórmenningsleikur og tveir tvímenningsleikir í hverri umferð. GS og GOS léku til úrslita og hafði GS betur 2-1. 

Sveit Golfklúbbs Grindavíkur, skipuð þeim Svanhvíti Helgu Hammer, Gerðu Kristíni Hammer, Þuríði Halldórsdóttur, Svövu Agnarsdóttur og Hildi Guðmundsdóttur, endaði í sjötta sæti.

Úrslit í höggleiknum má sjá hér