Grindvíkingar sáu ekki til sólar í fyrsta tapinu og Stjarnan skein skírt
Grindvíkingar sáu ekki til sólar þegar þeir töpuðu stórt fyrir meisturum Stjörnunnar á útivelli í gærkvöldi. Lokatölur 118-67 fyrir Stjörnuna en þetta var fyrsti ósigur toppliðs Grindavíkur sem heldur þó efsta sætinu með 16 stig, tveimur meira en Tindastóll og Keflavík.
Þrátt fyrir 51 stigs sigur var jafnt með liðunum í fyrri hálfleik. Grindvíkingar leiddu meira að segja eftir fyrsta leikhluta en heimamenn tók síðan yfirhöndina í öðru leikhluta og leiddu með tíu stigum þegar flautað var til hálfleiks, 57-47. Vissulega munaði um að Grindvíkingar misstu Jordan Semple úr húsi með tvær tæknivillur með stuttu millibili.
Heimamenn voru síðan nánast eina liðið á vellinum í síðari hálfleik en í síðasta hlutanum skoraði Grindavík aðeins fimm stig, já, 5 stig, en hann fór 30-5 og lokatölur 118-67, hreint ótrúlegt. Grindavíkurliðið mjög dapurt.
Stjarnan-Grindavík 118-67 (25-27, 32-20, 31-15, 30-5)
http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=130403&game_id=6040550
Stjarnan: Ægir Þór Steinarsson 25/8 stoðsendingar, Seth Christian LeDay 21/10 fráköst, Orri Gunnarsson 20/6 fráköst/5 stoðsendingar, Giannis Agravanis 17/5 fráköst, Luka Gasic 13/11 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 6/7 fráköst, Atli Hrafn Hjartarson 6, Jakob Kári Leifsson 4/4 fráköst, Pablo Cesar Bertone 3/4 fráköst, Aron Kristian Jónasson 3, Daníel Geir Snorrason 0, Kormákur Nói Jack 0.
Grindavík: Daniel Mortensen 14, Jordan Semple 14/5 fráköst/3 varin skot, Ólafur Ólafsson 13, Khalil Shabazz 9/4 fráköst, Deandre Donte Kane 8/6 fráköst, Arnór Tristan Helgason 4/4 fráköst/3 varin skot, Ragnar Örn Bragason 3, Isaiah Coddon 2, Unnsteinn Rúnar Kárason 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Bergur Daði Ágústsson
Áhorfendur: 667




