Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Grindvíkingar í mótvindi
Grindavík hefur ekki unnið leik síðan 18. júní þegar liðið lagði Gróttu 3:1 af velli. Sigurður Bjartur skoraði tvö markanna í þeim leik. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 30. júlí 2021 kl. 08:49

Grindvíkingar í mótvindi

Grindavík er mótvindi þessa dagana og hefur ekki unnið leik í síðustu sjö umferðum Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Grindavík lék gegn Fjölni á útivelli síðasta miðvikudag og tapaði 2:1.

Grindvíkingar léku manni færri síðustu sjötíu mínúturnar eftir að Marínó Axel Helgasyni var sýnt rauða spjaldið.  Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það Grindvíkingar sem skoruðu fyrsta markið eftir að hafa fengið dæmda vítaspyrnu og Sigurður Bjartur Hallsson fór á punktinn og skoraði tólfta mark sitt í deildinni í sumar (62').

Það tók Fjölnismenn aðeins fimm mínútur að jafna leikinn (67') og á 72. mínútu skoruðu þeir sigurmark sitt.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Grindavík situr nú um miðja deild, er með tuttugu stig eftir fjórtán leiki, og eru sem fyrr sex stigum frá Eyjamönnum sem eru í öðru sæti og eiga leik til góða.