Íþróttir

Grindvíkingar áttu sviðið á Bullseye í gærkvöldi
Guli og blái Grindavíkurliturinn var allsráðandi á Bullseye í gærkvöldi.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 15. nóvember 2023 kl. 10:26

Grindvíkingar áttu sviðið á Bullseye í gærkvöldi

Það var rafmögnuð stemning í gærkvöldi á Bullseye þegar tveir riðlar í Úrvalsdeildinni í pílu voru spilaðir þar. Í öðrum riðlinum, H-riðli voru eingöngu Grindvíkingar og ljóst að sigurvegarinn yrði úr röðum gulra sem eiga um sárt að binda þessa dagana. Í þessum riðli voru Alexander Veigar Þorvaldsson, Björn Steinar Brynjólfsson, Árdís Sif Guðjónsdóttir og stýrimaðurinn Páll Árni Pétursson sem vann riðilinn.

Palli er því kominn áfram og lendir má segja í vandræðum því hann er að fara á sjóinn í dag og veit ekki hvort hann verði í landi þegar úrslitakvöldið fer fram. „Það var frábær stemning á Bullseye í gærkvöldi, það hafa aldrei svona margir Grindvíkingar mætt og stutt okkur, það var æðislegt að hitta aðra Grindvíkinga á þessum erfiðu tímum sem við erum að ganga í gegnum. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast í sjálfri keppninni en um leið og ég steig á sviðið, hafði ég góða tilfinningu. Ég byrjaði á að vinna Björn Steinar í hörkuleik sem var stressandi og fann þá að þetta gæti orðið mitt kvöld. Ég vann síðan Árdísi og endaði á að vinna líklega, okkar besta pílukastara í dag, Alexander Veigar. Ég veit ekki hvernig þetta verður, ég er að fara á sjóinn í dag svo við verðum bara að sjá til með framhaldið,“ sagði sigurreifur Páll Árni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Palli vann H-riðilinn.