Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Grindavík vann Stjörnuna á útivelli í Bónusdeild kvenna
Daisha Bradford skoraði 17 stig í kvöld.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 18. febrúar 2025 kl. 20:14

Grindavík vann Stjörnuna á útivelli í Bónusdeild kvenna

Grindavík virðist vera komið á beinu brautina í Bónusdeild kvenna eftir leikmannaskiptin í upphafi þessa árs. Í kvöld lauk venjulegri deildarkeppni og Grindavík vann Stjörnuna á útivelli, 62-66 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 29-37. 

Stjarnan hleypti spennu í leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann með tíu stigum, 22-12. Grindavík tók svo aftur frumkvæðið og vann lokaleikhlutann 11-17 og leikinn því eins og áður sagði, 62-66.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Marianna Duran og Daisha Bradford voru stigahæstar með 17 stig og Ísabella Ósk Sigurðardóttir reif að vanda niður flest fráköst eða 14.

Nú verður deildinni skipt í efri og neðri hluta, Grindavík verður í þeim neðri en ætti með sama áframhaldi að tryggja sig í topp átta og þar með sæti í úrslitakeppninni.