Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Grindavík úr leik eftir vítaspyrnukeppni
Vítaspyrnukeppni í sudda í Eyjum. Myndir/Petra Rós Ólafsdóttir
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 28. maí 2023 kl. 20:57

Grindavík úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Grindvíkingar héldu til Eyja í dag þar sem ÍBV tók á móti þeim í sextán liða úrslitum Mjólkubikars kvenna í knattspyrnu. Hvort lið skoraði eitt mark í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar og vítaspyrnukeppni þar sem Eyjakonur höfðu betur.

Það var ekki langt liðið á leikinn þegar leikmaður ÍBV sótti upp vinstri kantinn, inn í teig Grindvíkinga og sendi svo fyrir markið. Heiðdís Emma Sigurðardóttir, markvörður Grindavíkur, gerðist þá sek um klaufaleg mistök þegar hún missti boltann undir sig og fyrir fætur sóknarmanna ÍBV sem þurftu einungis að pota honum yfir línuna (10').

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Grindavík jafnaði leikinn í seinni hálfleik þegar Júlía Rán Bjarnadóttir átti frábæra sendingu frá vinstri kanti, yfir á fjærstöngina þar sem Ása Björg Einarsdóttir var ein og óvölduð og afgreiddi boltann í fyrstu snertingu framhjá markverði Eyjakvenna.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma 1:1 og hvorugu liði tókst að skora í framlengingingu því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Eyjakonur byrjuðu og þær skoruðu úr öllum sínum en Grindavík misnotaði eina spyrnu og þurftu því ekki að taka síðasta vítið. Vítakeppnin fór því 5:3 og Eyjakonur eru komnar í átta liða úrslit.

Petra Rós Ólafsdóttir sendi meðfylgjandi myndir og neðst má sjá mörkin tvö af Twitter-síðu íþrótttadeildar RÚV.

Petra Rós Ólafsdóttir, ritari knattspyrnudeildar Grindavíkur, var gagnrýnin á þá umfjöllun sem kvennaknattspyrnan er að fá í fjölmiðlun og setti eftirfarandi færslu á Facebook eftir leikinn:

Kvennaknattspyrnan á Íslandi í dag,

hélt svo sannarlega að við værum komin lengra en þetta 🤬 …..eða vonaði það svo heitt 😢
Leikur í 16 liða úrslitum mjólkurbikarsins í Vestmannaeyjum ÍBV - GRINDAVÍK í dag.
Engin textalýsing neins staðar og hvergi hægt að sjá stöðuna í leiknum 🤷🏼‍♀️ þá meina ég hvergi. Fyrir utan instagram síðu okkar liðs (grindavikmflkvk) sem við sjálf sjáum um og á ég bara ekki til orð.
Spyr mig að því hvort þetta myndi koma fyrir í keppni hins kynsins 🤔 RÚV tók upp leikinn en hann hvergi sýndur.
Er þetta virkilega það sem við höfum upp á að bjóða fyrir stelpurnar okkar í 16 liða úrslitum 🤔
Leikurinn endaði í framlengingu og vítaspyrnukeppni þar sem mitt lið þurfti að láta í minni pokann 6-4 eftir frábæra frammistöðu þar sem við getum bölvað sjálfum okkur fyrir að hafa ekki klárað leikinn í venjulegum leiktíma.
Er svo stolt af mínu liði 💙💛