Max Norhern Light
Max Norhern Light

Íþróttir

Grindavík tapaði sjöunda leiknum
Bríet Sif Hinriksdóttir spilar nú með Grindavíkurstúlkum í Domino's deildinni í körfubolta. Það hefur gengið illa hjá liðinu og hefur tapað sjö leikjum í röð.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 11. nóvember 2019 kl. 14:29

Grindavík tapaði sjöunda leiknum

Grindavík hefur ekki enn unnið leik í Domino’s deild kvenna í körfubolta en þær töpuðu þeim sjöunda í deildinni fyrir Breiðabliki á útivelli 70:64 í gær. Blikastúlkur voru með forystu allan leikinn þó munurinn væri aldrei mikill.

Breiðablik-Grindavík 70-64 (26-19, 15-19, 7-5, 22-21)

Grindavík: Kamilah Tranese Jackson 15/10 fráköst/8 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 10/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 7, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 5, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 3, Hrund Skúladóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Arna Sif Elíasdóttir 0, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 0, Telma Lind Bjarkadóttir 0, Vikoría Rós Horne 0.

Njarðvíkurstúlkur unnu Grindavík-b í 1. Deild kvenna í körfubolta. Lokatölur urðu 78:55 í öruggum sigri þeirra grænu.

Grindavík hélt í við Njarðvík í fyrsta fjórðungi en ekki eftir það. J´hanna Lilja Pálsdóttir skoraði 23 stig fyrir UMFN en hjá Grindavík var Berglind Anna Magnúsdóttir með 17 stig.

Njarðvík-Grindavík-b 78-55 (21-19, 22-12, 15-14, 20-10)

Njarðvík: Jóhanna Lilja Pálsdóttir 23, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 17/5 fráköst, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir 7/8 fráköst, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 7, Erna Freydís Traustadóttir 6, Helena Rafnsdóttir 6/7 fráköst, Vilborg Jónsdóttir 6/7 fráköst/8 stoðsendingar, Katrín Freyja Ólafsdóttir 3, Eva María Lúðvíksdóttir 3/6 fráköst, Sara Mist Díönudóttir 0, Andrea Rán Davíðsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.

Grindavík-b: Berglind Anna Magnúsdóttir 17/5 fráköst, Elsa Katrín Eiríksdóttir 9/6 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 9, Hekla Eik Nökkvadóttir 6, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 4/4 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 3/5 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 3, Katrín Ösp Eyberg 2, Vikoría Rós Horne 2, Lovísa Falsdóttir 0.