Grindavík áfram í toppsætinu
Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Bónus deild karla í körfubolta eftir óvænt tap í síðustu viku en nú unnu þeir þægilegan sigur á Ármanni. Keflavík heimsótti Valsmenn á Hlíðaenda og náðu aldrei að ógna þeim rauðklæddu. Grindavík er í toppsætinu en Keflavík í því fjórða. Njarðvík á leik á morgun, föstudag.
Grindvíkingar unnu sinn níunda leik í deildinni en eftir mjög jafnan fyrsta leikhluta sýndu heimamenn flestar sínar bestu hliðar og náðu 13 stiga forskoti þegar flautað var til hálfleiks. Staðan var 53-40.
Ármenningar héldu í við heimamenn í þriðja leikhluta en svo gerðu Grindvíkingar út um leikinn og unnu stóran sigur, 105-85.
Keflvíkingar voru undir á Hlíðarenda frá fyrsta leikhluta og náðu aldrei að ógna heimamönnum að neinu ráði. Lokatölur 111-91 fyrir Valsmenn. Kári Jónsson var Keflvíkingum erfiður.
Grindavík-Ármann 105-85 (22-23, 31-17, 25-27, 27-18)
Grindavík: Khalil Shabazz 25/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jordan Semple 20/6 fráköst, Deandre Donte Kane 18/9 fráköst, Arnór Tristan Helgason 14, Daniel Mortensen 14/8 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5/5 fráköst, Isaiah Coddon 4, Unnsteinn Rúnar Kárason 3, Ólafur Ólafsson 2, Nökkvi Már Nökkvason 0.
Ármann: Bragi Guðmundsson 25/7 fráköst, Lagio Grantsaan 22/8 fráköst, Marek Dolezaj 19, Daniel Love 6, Kári Kaldal 6, Vonterius Montreal Woolbright 4/8 fráköst/5 stoðsendingar, Arnaldur Grímsson 3, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Jakob Leifur Kristbjarnarson 0.
Dómarar: Gunnlaugur Briem, Einar Valur Gunnarsson, Federick Alfred U Capellan
Áhorfendur: 211
Valur-Keflavík 111-91 (30-24, 25-20, 32-24, 24-23)
Valur: Kári Jónsson 27/7 stoðsendingar, Antonio Keyshawn Woods 19/6 fráköst, Callum Reese Lawson 17/6 fráköst, Frank Aron Booker 16/4 fráköst, Kristófer Acox 14/7 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8, Lazar Nikolic 5, Karl Kristján Sigurðarson 5, Arnór Bjarki Halldórsson 0, Einar Marteinn Ólafsson 0, Veigar Örn Svavarsson 0.
Keflavík: Mirza Bulic 18/5 fráköst, Egor Koulechov 18/9 fráköst, Darryl Latrell Morsell 16, Craig Edward Moller 10/8 fráköst, Jaka Brodnik 9, Hilmar Pétursson 8, Halldór Garðar Hermannsson 7, Ólafur Björn Gunnlaugsson 5/4 fráköst, Valur Orri Valsson 0, Eyþór Lár Bárðarson 0, Frosti Sigurðsson 0, Jakob Máni Magnússon 0.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Jakob Árni Ísleifsson, Sigurbaldur Frímannsson
Áhorfendur: 133






