Framsóknarflokkurinn
Framsóknarflokkurinn

Íþróttir

Grindavík áfram í Lengjudeild kvenna
Grindvíkingar fagna marki gegn Gróttu fyrr í sumar en það varð hlutskipti Gróttu að falla ásamt ÍA.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 10. september 2021 kl. 08:14

Grindavík áfram í Lengjudeild kvenna

Lokaumferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu var leikin í gærkvöld og Grindavík spilaði gegn Víkingum í Fossvoginum. Aðeins eitt mark var skorað og það gerðu Víkingar á 29. mínútu. Leikurinn fór því 1:0 fyrir Vikingi.

Þrátt fyrir tap í síðasta leiknum voru Grindvíkingar öruggar um áframhaldandi sæti í deildinni og þær enduðu í sjötta sæti með sautján stig, jafnmörg og Augnablik sem vann HK í síðasta leik. Munur neðstu liða var ótrúlega naumur en aðeins munar tveimur stigum á fimm neðstu liðunum.

Grindavík hafði langbestu markatölu liðanna í neðri hlutanum og framherjinn Christabel Oduro endaði næstmarkahæst í Lengjudeildinni með fjórtán mörk skoruð.

Oduro er hröð og líkamlega sterk en hún skoraði helming allra marka Grindavíkur í Lengjudeildinni í sumar.
Viðreisn
Viðreisn