Flugger
Flugger

Íþróttir

Grindavík steinlá í þriðja leiknum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 23. maí 2024 kl. 19:39

Grindavík steinlá í þriðja leiknum

Grindavík steinlá fyrir Val í þriðja leiknum

Grindavík mætti Valsmönnum þriðja sinni í úrslitarimmunni í Subway-deild karla að Hlíðarenda í kvöld en fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið einn sigur. Þrjá leiki þarf til að verða Íslandsmeistari og ljóst að liðið sem myndi vinna myndi færast skrefi nær þeim stóra. Valur vann öruggan sigur, 80-62, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 37-37.

Valsmenn byrjuðu leikinn betur og leiddu mest með átta stigum en Grindavík endaði opnunarfjórðunginn vel og því munaði bara tveimur stigum að honum loknum, 21-19.

Grindvíkingar náðu forystunni þegar annar fjórðungurinn var u.þ.b. hálfnaður. Vörnin var mjög sterk og allir fyrir utan Kane og Daniel Mortensen voru að skila sínu í stigaskori, sem var akkurat öfugt við annan leikinn en þá dró Kane vagninn með aðstoð Danans. Þegar tæpar þrjár mínútur lifðu fyrri hálfleiks tók Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsmanna, leikhlé en þá var Kane búinn að skora 2 stig og Daninn ekkert! Valsmenn skoruðu síðustu fimm stigin og staðan því jöfn í hálfleik, 37-37.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Dedrick Basile var frábær í fyrri hálfleik, var kominn með 13 stig og Ólafur fyrirliði Ólafsson var kominn með 7 stig. Deandre Kane var bara með 4 stig en búinn að reyna tíu skot og nýtingin bara 10%. Bæði skot Danans geiguðu og hann því með 0 stig í hálfleik. 

Valsmenn byrjuðu betur í seinni hálfleik og þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir var staðan orðin 52-43. Skotnýting Kane var ekki beisin á þessum tíma, 0/10 í þriggja stiga og 1/14 í heildina! Spurning hvort hinar mörgu mínútur sem hann skilaði á sunnudag, þegar hann var algerlega frábær, voru farnar að narta í afturendann á honum. Jóhann reyndi að stöðva blæðinguna og tók leikhlé þegar 3:13 voru eftir, Valur þá að vinna leikhlutann 19-6! Ekkert breyttist, hann endaði 27-11 og Valur því með 16 stiga forskot fyrir lokafjórðunginn, 64-48. Það munaði mestu um að Deandre Kane virkaði eins og sprunginn vindill, með skotnýtinguna 1/15. Það breytti því samt ekki að hann var búinn að spila 29:27 af 30 mínútum og byrjaði samt fjórða leikhlutann. Kane er ekkert unglamb og það var kannski bersýnilega að koma í ljós í þessum leik.

Það var ljóst að hálfgert kraftaverki þyrfti til að snúa þessum leik við en allan neista og baráttu vantaði í Grindvíkinga og snemma í lokafjórðungnum var ljóst í hvað stefndi. Munurinn fór upp í 20 stig og þá var títtnefndur Kane loksins kominn í hvíld. Jóhann kastaði svo því hvíta inn í hringinn, hvíldi lykilmenn til að gera þá klára fyrir næsta leik, skynsamleg ákvörðun að mati undirritaðs. Valsmenn sigldu öruggum sigri í höfn, 

Dedrick Basile var sá eini með lífsmarki, endaði með stig. Deandre Kane sem nýtti 73% skota sinna í öðrum leiknum en það er hálf fáranleg nýting, var með jafn lélega í þessum leik, 11%.

Þessi tapleikur telur samt nákvæmlega eins mikið og sá fyrsti, bara eitt tap en Valsmenn þá komnir í kjörstöðu, 2-1 og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á sunnudagskvöldið. Ef Grindvíkingar hins vegar jafna verður hreinn úrslitaleikur að Hlíðarenda miðvikudagskvöldið 29. maí.

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, eftir tap gegn Val. Valur Orri Valsson, leikmaður Grindavíkur, eftir tap gegn Val. Kristinn Pálsson, leikmaður Vals, eftir sigur gegn Grindavík.