Íþróttir

Góð uppskera hjá Reyni
Reynismenn héldu lokahófið sitt á laugardagskvöld og skemmtu sér vel. Myndir/Facebook-síða Reynis
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 20. september 2023 kl. 10:28

Góð uppskera hjá Reyni

Reynismenn héldu lokahóf sitt um helgina og fögnuðu ríkulegri uppskeru eftir tímabilið í 3. deild karla í knattspyrnu en Reynir varð deildarmeistari og leikur því í annarri deild á næsta ári.

Kristófer Páll Viðarsson var markahæsti leikmaður liðsins en hann varð næstmarkahæstur í 3. deildinni í ár með sautján mörk skoruð. Kristófer var einnig valinn leikmaður ársins og leikmaður ársins að mati stuðningsmanna Reynis.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Jökull Máni Jakobsson var valinn sá efnilegasti en hann var 21 sinni í byrjunarliði í deildinni og skoraði eitt mark.

Leikmaður ársins, leikmaður ársins að mati stuðningsmanna og sá markahæsti: Kristófer Páll Viðarsson.
Efnilegastur hjá Reyni: Jökull Máni Jakobsson.
Þjálfurunum voru færðar þakkir fyrir gott tímabil. Ray Anthony Jónsson, aðalþjálfari, og Alexander Magnússon, aðstoðarþjálfari.

Jón Jónsson hélt uppi stuðinu í hófinu.