Fyrsti sigur Þróttar kom á Hornafirði
Þróttarar gerðu góða ferð á Höfn í Hornafirði í dag þegar þeir unnu 3:1 sigur á Sindra í 2. deild karla í knattspyrnu. Víðismenn halda áfram á sigurbraut og eru með fullt hús stiga á toppi 3. deildar.
Sindri - Þróttur 1:3
Adam Árni Róbertsson skoraði tvö fyrstu mörk Þróttar (14' og 23' víti) áður en Kári Sigfússon kom þeim í þriggja marka forystu (61'). Heimamenn minnkuðu muninn á 80. mínútu og urðu lokatölur 1:3.
Þróttur hefur unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað einum.

Kári - Víðir 2:3
Víðismenn eru með fullt hús stiga eftir góðan sigur á Kára upp á Akranesi.
Daniel Beneitez Fidalgo kom Víðismönnum yfir (28') og leiddu í hálfleik með einu marki. Heimamenn jöfnuðu leikinn á 54. mínútu en Paolo Cratton kom Víði yfir öðru sinni á 68. mínútu.
Helgi Þór Jónsson skoraði þriðja mark Víðismanna (78') en Kári minnkaði muninn skömmu fyrir leikslok (88'). Lengra komust þeir ekki og Víðir því efstir í 3. deild með níu stig eftir þrjár umferðir.