Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Freysteinn Ingi til reynslu hjá IFK Norrköping
Hjá Norrköping hittir Freysteinn fyrir annan Njarðvíking en Arnór Ingvi Traustason er á mála hjá félaginu um þessar mundir. Mynd og frétt/Knattspyrnudeild Njarðvíkur á Facebook
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 1. nóvember 2024 kl. 11:30

Freysteinn Ingi til reynslu hjá IFK Norrköping

Njarðvíkingurinn Freysteinn Ingi Guðnason er til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu IFK Norrköping þessa dagana.

Freysteinn er ásamt Jónatani Guðna Arnarssyni, félaga sínum úr yngri landsliðum Íslands og leikmanni Fjölnis, á reynslu hjá Norrköping þar sem þeir hafa æft með bæði aðalliði félagsins auk akademíunnar. Freysteinn hefur þrátt fyrir mjög ungan aldur leikið alls 41 leiki fyrir meistaraflokks Njarðvíkur og spilaði nítján leiki í Lengjudeildinni á liðnu tímabili þar sem Njarðvíkurliðið jafnaði sinn besta árangur í sögunni.

IFK Norrköping er sannkallað Íslendingafélag enda fjölmargir Íslendingar leikið með félaginu í gegnum tíðina, þ.m.t. þjálfari Njarðvíkurliðsins, Gunnar Heiðar Þorvaldsson.

Freysteinn í leik með Njarðvík í sumar. Mynd úr safni VF/JPK
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024