Íþróttir

Framtíðarstjörnur fótboltans
Leikgleðin var mikil og allir skemmtu sér vel. Myndir: Guðmundur Björgvin Jónsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 8. september 2021 kl. 11:46

Framtíðarstjörnur fótboltans

Suðurnesjamót Suðurnesjabæjar var haldið á Nesfiskvellinum í Garði (Suðurnesjabæ) í lok ágúst. Mótið heppnaðist vel en þar var keppt í 8. flokki (börn á leikskólaaldri) og alls tóku 120 hressir knattspyrnumenn og -konur þátt í mótinu. Leikið í kvenna- og karlaflokki og þátt tóku lið af Suðurnesjum; Reynir/Víðir, Keflavík, Njarðvík og Grindavík.

Virkilega skemmtilegur dagur þar sem allir skemmtu sér vel og höfðu leikgleðina í fyrirrúmi. Margir flottir taktar sáust hjá þessum framtíðarstjörnum eins og meðfylgjandi myndir sem Guðmundur Björgvin Jónsson tók og leikgleðin skín úr hverju andliti.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Suðurnesjamót 8. flokks | 29. ágúst 2021